Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjör og frískir krakkar á Suðurvalladegi
Miðvikudagur 16. maí 2007 kl. 17:25

Fjör og frískir krakkar á Suðurvalladegi

Hinn árlegi hátíðisdagur Heilsuleikskólans Suðurvalla í Vogum, Suðurvalladagurinn,  var haldinn  síðastliðinn föstudag.  Sólina skein glatt á mannskapinn, sem að sjálfsögðu var í sólskinsskapi. 
Fyrstubekkingar Stóru-Vogaskóla voru heiðursgestir dagsins. Börnin gerðu ýmislegt sér til gamans og gæddu sér á grilluðum pylsum í hádeginu.
Foreldrarnir mættu eftir hádegið og skoðuðu ýmis verk barna sinna frá í vetur.  Þá bauð foreldrafélagið upp á leikskýningu, þar sem þær Skoppa og Skrýtla  skemmtu börnunum.  Foreldrarnir tóku sig saman, lögðu til hvert fyrir sig og buðu upp á alls konar kaffimeðlæti í drekkutímanum, svo úr varð dýrindis veisla.


Myndseríu frá viðburðinum má sjá í ljósmyndasafninu hér á vefnum.


VF-mynd: elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024