Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjör og fjölbreytni á þemadögum FS
Sigríður Klingenberg var með fyrirlestur.
Fimmtudagur 20. febrúar 2014 kl. 15:00

Fjör og fjölbreytni á þemadögum FS

- Seinni dagurinn er á morgun.

Fyrri dagur Þemadagar FS var haldinn í dag og var mikið um dýrðir. Um 50 fjölbreytt námskeið voru í boði fyrir nemendur, sem nýttu sér þau vel. Þegar Víkurfréttir bar að garði eftir hádegi var Sigríður Klingenberg með fjörugan fyrirlestur, búið var að skreyta bollakökur, afrakstur suðunámskeiðs var tilbúinn, ungir menn lærðu hárgreiðslu og nemendum stóð til boða að fara í blóðmælingu.

Nánar verður fjallað um þemadagana í Sjónvarpi Víkurfrétta í næstu viku og á vefnum í kjölfarið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigga Klingenberg sló í gegn og uppskar mörg hlátrasköll.

 

Einn gerði vin sinn voða fínan.

Skreyttar bollakökur.

Skartgripastandur var meðal þess sem hannaður var og smíðaður.

Standurinn góði.

Blóðmæling.

VF/Olga Björt