Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjör og annríki hjá Póstinum
Starfsmaður Póstsins lítur upp úr annríkinu sem einkennir þennan tíma árs.
Föstudagur 20. desember 2013 kl. 09:00

Fjör og annríki hjá Póstinum

Víkurfréttir kíktu í heimsókn til Póstsins.

Á þessum tíma árs er mikið að gera hjá póstburðarfólki og öðrum starfsmönnum hjá Póstinum. Þegar blaðamaður Víkurfrétta leit við til að fanga stemminguna var starfsfólk í óða önn að afgreiða biðröð viðskiptavina og tryggja að öll jólakort og pakkar komist sem fyrst á áfangastað fyrir jól. Sum gáfu sér þó tíma til að líta upp. Viðskiptavinir biður rólegir í röð í afgreiðslunni, enda virtist allt ganga hratt og vel fyrir sig.

Að sögn Soffíu, starfsmanns Póstsins, er nánast ekkert um að kort og pakkar sem skortir nægjanlega merkingu, komist ekki til skila. Hún sé búin að starfa þarna í 30 ár og sé fljót að kippa slíku í liðinn. Ef ekki er hægt að ráða fram út slíku er einn starfsmaður á landinu, staðsettur er í Reykjavík, sem hefur leyfi til að opna umslög og pakka til að finna mögulegan viðtakanda eða sendanda. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir tók Olga Björt af stemmningunni í morgun.