Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjör í útskrift hjá Gimli
Föstudagur 9. maí 2003 kl. 09:24

Fjör í útskrift hjá Gimli

Útskriftarferð elstu barna leikskólans Gimli er árlegur viðburður og var útskrift úr leikskólanum sl. miðvikudag. Í ár eru það 31 barn sem lýkur leikskólagöngu sinni. Farið var í ferð og tókst hún í alla staði ótrúlega vel og þrátt fyrir rigningu sem buldi á fólkinu við mætingu á Gimli um morguninn þá stytti upp á leiðinni inn í Sandgerði. Í byrjun var farið í Púlsinn-Ævintýrahús. Þar var söngur og gleði í fyrirrúmi. Nýir leikir og sönglög voru lærð og fóru krakkarnir sönglandi í burtu. Þá lá leiðin á Mamma Mía. Þar var heljarinnar veisla með pizzum, ís og teiknimyndum.Að loknum málsverði var farið í Nýja vídd og Jöklaljós. Börnin fengu að móta úr jarðleir og búa til kerti. Áhugin á þessum nýja efnivið leyndi sér ekki og börnin nutu sín við sköpunina. Síðasta heimsókn dagsins var svo í leikskólann Sólborg. Þar var skoðað útisvæðið og prufuðum leiktækin. Síðan var snæddur nónverður nónverð að því loknu var haldið í Njarðvíkurkirkju. Þar biðu krakkanna foreldrar, ömmur og afar. Börnin sungu nokkur lög og fóru með ljóð og fengu svo öll afhent viðurkenningarskjal og rós. Að dagskrá lokinni var svo boðið uppá tertur og kaffi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024