Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Fjör í sundi
Fimmtudagur 10. júní 2004 kl. 15:53

Fjör í sundi

Margir lögðu leið sína í sundmiðstöð Keflavíkur í dag enda hitinn í kringum 20 stig og himininn heiðskýr. Sundlaugargestir slökuðu á í heitu pottunum og sleiktu sólina, sumir tóku hinn daglega sundsprett og krakkarnir léku sér í lauginni og í rennibrautinni.
Að sögn starfsmanna sundlaugarinnar hefur undanfarna daga verið töluverður fjöldi fólks í sundi. Íbúar Reykjanesbæjar ættu að geta sleikt sólina í sundi á morgun því veðurspáin hljómar mjög vel fyrir sóldýrkendur. Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og víða léttskýjuðu. Hitinn verður á bilinu 10 til 18 stig.

Myndirnar: Það var mikið af fólki í sundi í Sundmiðstöð Keflavíkur í dag. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25