Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 25. júní 2002 kl. 15:32

Fjör í sumar með Fjörheimum

Sumarfjör Fjörheima og vinnuskóla Reykjanesbæjar lauk föstudaginn 21. júní. Um var að ræða sjö daga námskeið fyrir krakka sem voru að ljúka 7. bekk. Krökkunum var boðið upp á margvíslega skemmtun, s.s. ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, hvalaskoðun á Moby dick, hópefli og fjölþrautir og farið var í ratleik svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðinu lauk svo með tjaldútilegu þar sem labbað var í Sólbrekkur og farið í Bláa-lónið og um kvöldið var svo hressileg úti kvöldvaka þar sem spilað var á gítar og sagðar draugasögur.

Markmiðið með námskeiði sem þessu er að bjóða upp á markvisst tómstundastarf sem lið í auknu forvarnarstarfi og að unglingar fái tækifæri til að kynnast jafnöldrum frá öðrum hverfum bæjarins. Seinna námskeiðið hefst miðvikudaginn 3. júlí kl. 10:00 í Fjörheimum. Enn eru laus nokkur pláss á það námskeið. Tveir unglingar sem voru að ljúka fyrra námskeiðinu eru nú þegar búnir að skrá sig á seinna námskeiðið. Skráning og allar nánari upplýsingar eru í Fjörheimum í síma 421-2363

Hafþór Barði Birgisson, Forstöðumaður Fjörheima.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024