Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjör í kvennahlaupi
Laugardagur 16. júní 2007 kl. 13:55

Fjör í kvennahlaupi

Fjöldi kvenna á öllum aldri kom saman víða um land í dag þar sem kvennahlaupið fór fram. Suðurnesin voru engin undantekning þar sem hlaupið var í hverju bæjarfélagi.

Þema hlaupsins í ár var „Hreyfing er hjartans mál“. Samstarfsaðili Kvennahlaupsins í ár er einmitt Hjartavernd og er reynt að minna fólk á að konur á miðjum aldri eru í áhættuhópi með að fá hjartasjúkdóma. Besta ráðið til að forðast slíkt er heilbrigður lífsstíll og hreyfing, en nokkur fjöldi kvenna hljóp eða gekk eina af þeim vegalengdum sem voru í boði í Reykjanesbæ.

Fyrir afrekið fengu þátttakendur verðlaunapening og ískaldan Egils Kristal til að svala þorstanum eftir hlaupið.

VF-myndir/Þorgils - Nokkrir þáttakendur koma í mark.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024