Fjör hjá Jóa Pé og Króla í Hljómahöll - myndir af gestum
Húsfyllir var á tónleikum JóaPé og Króla sem komu fram í Bergi í Hljómahöll nýlega. Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni á Trúnó á vegum Hljómahallarinnar en meðal hljómsveita sem komið hafa fram á Trúnó eru Hjálmar, Prins Pólo, SSSól, KK og Úlfur Úlfur svo nokkrir séu nefndir.
JóiPé og Króli fóru á kostum og var stemningin frábær á meðal tónleikagesta, sem voru á öllum aldri en stemningin lýsir sér best í því ljósi að tónleikarnir voru klukkutíma lengur en til stóð.
Páll Orri var á tónleikunum og tók myndir af fólki og þeim köppum JóaPé og Króla.