Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjör hjá Framsókn
Laugardagur 3. maí 2003 kl. 15:31

Fjör hjá Framsókn

Á fjölskyldudegi Framsókknarflokksins sem fram fór í dag á Hafnargötunni var mikið að gerast og greinilegt að unga kynslóðin kunni vel að meta hátíðarhöldin. Krakkarnir fengu pylsur og græna frostpinna, auk blaðra og þeir sem vildu fengu andlitsmálun að eigin vali. Mátti sjá fallegar fiðrildamyndir á andlitum nokkurra. Hjálmar Árnason þingmaður kom akandi á vetnisbílnum og vakti hann verulega athygli, enda eini bíllinn sinnar tegundar á Íslandi. Sportútgáfan af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra mætti á svæðið, þ.e. Jóhannes Kristjánsson eftirherma og flutti ávarp.
Fleiri myndir frá fjölskyldudeginum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024