Fjör hjá Fjörheimum!
Lokahóf Fjörheima var haldið 14. maí síðastliðinn. Um 30 unglingar mættu á síðasta ballið í vetur sem var haldið í gömlu sundhöllinni. Mikil stemmning var allt kvöldið og voru krakkarnir til fyrirmyndar.
Margir mættu í skemmtilegum „sundfötum“, en Jóhann Ingimar Hannesson í 10.bekk í Holtaskóla mætti til leiks í flotgalla og fékk hann pítsuveislu í verðlaun fyrir frumlegasta búninginn
Aðalfjörið var þó að hrinda starfsfólki Fjörheima út í laugina eins og sjá má á myndunum frá kvöldinu sem eru á heimasíðu Fjörheima www.fjorheimar.is Starfsfólkið vill þakka þeim unglingum sem hafa verið að sækja félagsmiðstöðina í vetur og óskum ykkur gleðilegs sumars.
Fjörheimastaff...