Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Miðvikudagur 5. júní 2002 kl. 14:42

Fjör hjá 4-A á sumargleði

Nú er skólastarfi að ljúka í grunnskólum í Reykjanesbæ og hefur það tíðkast undanfarin ár að eitthvað skemmtilegt sé gert í lokin eins og ferðalög og þess háttar. 4. bekkur A í Holtaskóla breytti hins vegar aðeins frá vananum og hélt Gunnar Stefánsson, kennari bekkjarins, sumargleði í garðinum heima hjá sér. Gunnar grillaði pylsur handa krökkunum og bauð þeim upp á Coke og svo Prins Polo í eftirrétt.
Þegar krakkarnir voru búnir að háma í sig pylsur og með því fóru þau í ýmsa leiki og var mikil stemning hjá þeim og skemmtu allir sér konunglega þó svo veðrið hafi ekki verið eins gott og undanfarna daga.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25