Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Mánudagur 2. desember 2002 kl. 17:27

Fjör á vina- og paraballi á N1-bar

Vina- og paraball Fjörheima 2002 var haldið á N1 föstudagskvöldið 29. nóvember. 300 nemendur í 8. 9 . og 10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar mættu á ballið. Skemmtiatriðin voru fjölbreytt að vanda. Kristín Lea og Valgarður tóku sigurlagið í einstaklingsflokki söngvakeppni Fjörheima og Halla Karen og Guðmunda Áróra tóku sigurlagið í hópakeppninni. Henný Úlfarsdóttir og Helga Rún þátttakendurnir fyrir hönd Fjörheima í fatahönnunarkeppni Samfés 2002 sýndu afraksturinn.
Svo var að sjálfsögðu myndataka af unglingunum. Hljómsveitin Írafár lék fyrir dansi við mikla hrifningu unglinganna. SBK var með tvær rútur fyrir utan þannig að unglingunum stóð til boða að fá far með þeim. Einnig var gaman að sjá hvað það voru margir foreldrar sem sóttu börnin sín eftir að balli lauk s.s. afskaplega vel heppnað kvöld.

Fréttir frá Fjörheimum!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024