Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjör á Þemadögum í FS
Mánudagur 1. mars 2004 kl. 12:37

Fjör á Þemadögum í FS

Hinum árlegu Þemadögum Fjölbrautaskóla Suðurnesja lauk á föstudaginn, en dagarnir stóðu yfir frá miðvikudegi til föstudags. Að þessu sinni var þemað tengt hljómsveitinni Hljómum og það tímabil sem hljómsveitin var vinsæl. Þemavikan tengist söngleiknum „Bláu augun þín“, söngleik um Hljóma sem verður frumsýndur þann 19. mars nk.
Á Þemadögunum var hópavinna yfir daginn og í hádeginu voru ýmsar uppákomur um allan skóla. Á föstudagskvöld lauk Þemadögum formlega þegar haldið var skemmtikvöld nemenda og kennara og var yfirskrift kvöldsins  FLØDESKUM.

Myndin: Kennarar og nemendur bregða á leik á föstudagskvöld. VF-ljósmynd/Héðinn Eiríksson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024