Fjör á sumarhátíð!
Mikið var um dýrðir á afmælis- og sumarhátíð Garðasels í dag þegar leikskólinn fagnaði 30 ára afmæli sínu. Krakkarnir á leikskólanum voru með skemmtiatriði i tilefni dagsins og félagarnir Gunni og Felix komu og skemmtu krökkunum í góða veðrinu.
Leikskólinn fékk margar góðar gjafir í tilefni dagsins en Reykjanesbær gaf leikskólanum fánastöng. Grillaðar voru pylsur og krökkunum boðið upp á andlitsmálun og skúffuköku í eftirrétt. Sumarblíðan lék við börn og fullorðna sem skemmtu sér vel á hátíðinni.
VF-mynd/Jón Björn
Leikskólinn fékk margar góðar gjafir í tilefni dagsins en Reykjanesbær gaf leikskólanum fánastöng. Grillaðar voru pylsur og krökkunum boðið upp á andlitsmálun og skúffuköku í eftirrétt. Sumarblíðan lék við börn og fullorðna sem skemmtu sér vel á hátíðinni.
VF-mynd/Jón Björn