Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjör á Sólseturshátíðinni
Laugardagur 13. ágúst 2005 kl. 16:28

Fjör á Sólseturshátíðinni

Þegar börnin voru búin að skoða mótorhjólin á bílastæði Byggðasafnsins í Garði, héldu þau af stað í ratleik um svæðið auk þess að skemmta sér konunglega í hoppköstulum og öðrum leiktækjum sem komið hefur verið fyrir á svæðinu.

Gestir og gangandi skemmtu sér konunglega við að skoða Dúkkusýninguna sem er í Vitavarðahúsinu. Allar dúkkurnar eru nefndar og ættu því allir að geta fundið nöfnu sína eða nafna sinn. Ef svo ótrúlega vildi til að Michael Jackson ætti leið fram hjá myndi hann finna dúkku sem væri nefnd í höfuðið á honum.

Í kvöld verður svo kveikt í varðeldinum og hlustað á hljómsveitina Grænir vinir mínir sem byrjar að spila klukkan 23. Þess má geta að Flösin verður opin til klukkan 3:00 í nótt.

 


 

 

 

 

 

 

 

VF-myndir/Margrét: Börn að leik og Michael Jackson dúkkan 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024