Fjör á Sandgerðisdögum um helgina
Það verður mikið um að vera í Sandgerði um næstu helgi, þegar Sandgerðisdagar verða haldnir hátíðlegir. Skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna, listasýningar, opin hús, flugeldasýning og dansleikur eru á meðal þess sem í boði verður.
Gleðin hefst á föstudeginum 14. september kl. 20:30 þegar opnuð verður sýning á verkum frá Listasafni ASÍ og á verkum heimamanna í Fræðasetrinu. Skömmu síðar hefst sundlaugarpartý fyrir unga fólkið í sundmiðstöðinni.
Bærinn mun iða af lífi á laugardeginum. Þá verður m.a. knattspyrnumót og kraftakeppni, boðið verður upp á söguferð um Sandgerði, kaffihlaðborð á Vitanum, sýning opnar á Fræðasetrinu og Listasmiðjan og Jöklaljós verða með opið hús. Hljómsveitin Flugan skemmtir við skólann, áhugasamir geta brugðið sér í sjóstangaveiði með Moby Dick um eftirmiðdaginn og leikararnir Örn Árnason og Árni Tryggvason fara með gamanmál í safnaðarheimilinu um kvöldið. Klukkan tíu um kvöldið hefst brekkusöngur í brekkunni við Bjarmaland, Sigurvon stendur fyrir flugeldasýningu og Sandgerðisdögum lýkur síðan með stuðballi á Vitanum þar sem Víkingabandið leikur fyrir dansi. Þess má geta að dagana 15.-16. september stendur yfir ljósmyndasýning í grunnskólanum. Þar eru ljósmyndir úr sögu bæjarfélagsins og leitað er bæjarbúa til að bera kennsl á fólk og umhverfi. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur, verður í skólanum og hægt er að hafa samband við hana ef fólk lumar á gömlum myndum frá Sandgerði.
Dagskrá Sandgerðisdaga er nánar auglýst annars staðar í VF í dag.
Gleðin hefst á föstudeginum 14. september kl. 20:30 þegar opnuð verður sýning á verkum frá Listasafni ASÍ og á verkum heimamanna í Fræðasetrinu. Skömmu síðar hefst sundlaugarpartý fyrir unga fólkið í sundmiðstöðinni.
Bærinn mun iða af lífi á laugardeginum. Þá verður m.a. knattspyrnumót og kraftakeppni, boðið verður upp á söguferð um Sandgerði, kaffihlaðborð á Vitanum, sýning opnar á Fræðasetrinu og Listasmiðjan og Jöklaljós verða með opið hús. Hljómsveitin Flugan skemmtir við skólann, áhugasamir geta brugðið sér í sjóstangaveiði með Moby Dick um eftirmiðdaginn og leikararnir Örn Árnason og Árni Tryggvason fara með gamanmál í safnaðarheimilinu um kvöldið. Klukkan tíu um kvöldið hefst brekkusöngur í brekkunni við Bjarmaland, Sigurvon stendur fyrir flugeldasýningu og Sandgerðisdögum lýkur síðan með stuðballi á Vitanum þar sem Víkingabandið leikur fyrir dansi. Þess má geta að dagana 15.-16. september stendur yfir ljósmyndasýning í grunnskólanum. Þar eru ljósmyndir úr sögu bæjarfélagsins og leitað er bæjarbúa til að bera kennsl á fólk og umhverfi. Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur, verður í skólanum og hægt er að hafa samband við hana ef fólk lumar á gömlum myndum frá Sandgerði.
Dagskrá Sandgerðisdaga er nánar auglýst annars staðar í VF í dag.