Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjör á Landsmóti Samfés
Miðvikudagur 10. október 2007 kl. 17:22

Fjör á Landsmóti Samfés

Helgina 5. til 7. október s.l. var landsmót Samfés haldið, en Samfés eru landssamtök félagsmiðstöðva á Íslandi.

Fimm ungmenni frá unglingaráði Fjörheima í Reykjanesbæ fóru til að taka þátt í landsmótinu. Það var frekar vont í sjóinn á leiðinni til eyja og segir á heimasíðu Fjörheima að margir hafi orðið frekar slappir og sjóveikir, en Fjörheimakrakkarnir sluppu alveg við sjóveikina og skemmtu sér konunglega á leiðinni yfir hafið.

Þegar komið var til Vestmannaeyja var boðið uppá pylsur og gos í íþróttarhöllinni. Á laugardeginum var svo farið í smiðjur allan daginn og gekk það mjög vel fyrir sig. Dalrós Þórisdóttir valdi ljósmyndasmiðju, Guðný Gunnarsdóttir valdi fatahönnunarsmiðju, Dagmar Traustadóttir valdi hárgreiðslusmiðju, Arnar Ingólfsson valdi bakarasmiðju og Jón Bjarni Ískasson valdi leiklistarsmiðju.

Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður og afrakstur dagsins sýndur í máli og myndum. Eftir það var haldið risaball í Höllinni.

Sunnudagur var dagur Samfés og var meðal annars kosið í nýtt ungmennaráð Samfés. Heimferðin gekk vel fyrir sig og voru allir sáttir með vel heppnaða ferð.

Af vef Fjörheima www.fjorheimar.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024