Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjör á íþróttadegi í Sandgerði
Þriðjudagur 2. október 2007 kl. 11:13

Fjör á íþróttadegi í Sandgerði

Íþróttadagur fór fram í Grunnskólanum í Sandgerði á föstudag þar sem glatt var á hjalla.

Í byrjun dags kepptu eldri nemendur og starfsfólk sín á milli í knattspyrnu og eftir frímínútur og nestistíma tóku við fjölbreyttar þrautir og íþróttir á stöðvum allt í kringum skólann.

Dagurinn þótti heppnast með eindæmum vel og skemmtu allir sér hið besta og val öllum nemendum hrósað sérstaklega fyrir góða þátttöku og prúðmennsku.


Verðlaunaafhending fór fram í gær þar sem allir nemendur komu saman í íþróttahúsinu en einn bekkur í hverjum aldursflokki hlaut lukkudýr og barmmerki bæjarins að gjöf fyrir góðan árangur.

 

Í yngsta hópnum sigruðu nemendur í 3. bekk, nemendur í 6. bekk höfnuðu í fyrsta sæti á miðstigi og nemendur 10. bekkjar urðu hlutskarpastir í elsta hópnum.

Fjölmargar myndir má finna inni á heimasíðu skólans. Smellið hér!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024