Fjör á Fjölskyldudögum í Vogum
Veðurguðirnir brostu sannarlega sínu blíðasta um helgina þegar Fjölskyldudagar fóru fram í Vogunum um helgina.
Veðurguðirnir brostu sannarlega sínu blíðasta um helgina þegar Fjölskyldudagar fóru fram í Vogunum um helgina. Fjöldi manns kom saman í Aragerði þar sem fjölbreytt afþreying var í boði. Krakkarnir sátu sem fastast yfir Brúðubílnum eða hoppuðu og skoppuðu í uppblásnum köstulum. Fullorðna fólkið gæddi sér á kræsingum og nutu veðurblíðunnar.
Um kvöldið var svo lífleg kvölddagskrá sem endaði með glæsilegri flugeldasýningu.
Innan skamms munum við birta myndasafn frá helginni en hér að neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir.