Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjör á fjölskyldudegi í Sandgerði
Mánudagur 14. júlí 2014 kl. 09:44

Fjör á fjölskyldudegi í Sandgerði

Fjölskyldudagurinn var haldinn á dögunum í Sandgerði. Dagurinn var hugsaður fyrir fjölskyldur til að leika sér og hafa gaman saman. Það var ekki annað að sjá en að það hafi tekist og gleðilegt að sjá hversu margir tóku þátt þrátt fyrir afar hressandi rigningu.

Aparólan var vígð og vakti mikla lukku enda var hún ósk frá börnunum sjálfum. Eftir að bæjarstjórinn hafði rennt sér fyrstu salibununa þá kom ekki á óvart að börnin voru óstöðvandi í rólufjörinu. Einnig var boðið var upp á púttþraut, knattspyrnuþraut þar sem m.a. var mældur skothraði knattarins, körfuknattleiksþraut, hlaup í skarðið og síðast en ekki síst fjölskyldumót í KUBB þar sem liðið B11 bar sigur úr býtum. Að fjörinu loknu gæddu börn og fullorðnir sér á nýgrilluðum pylsum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagskráin raskaðist örlítið vegna votviðris en það kom ekki að sök og allir virtust skemmta sér vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Bæjarstjórinn Sigrún Árnadóttir fór fyrstu ferðina í aparólunni.

Öruggur fugl þarna.

Aparólan sló í gegn hjá fleirum en bæjarstjóra.

Myndir af heimasíðu Sandgerðis.