Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Fjör á árshátíð Holtaskóla
Föstudagur 19. mars 2004 kl. 15:28

Fjör á árshátíð Holtaskóla

Mikið fjör var á árshátíð Holtaskóla sem fram fór í íþróttahúsinu við Sunnubraut í dag. Mikill fjöldi áhorfenda var á árshátíðinni og kunnu allir að meta skemmtiatriðin sem í boði voru. Meðal þeirra sem sáu um skemmtiatriði var fjórði bekkur, en þau léku ævintýrið um litlu gulu hænuna. Eftir skemmtiatriðin í íþróttahúsinu flutti hópurinn sig yfir í Holtaskóla sem búið er að breyta í eitt stórt kaffihús.

Myndin: Nemendur úr fjórða bekk flytja leikrit um litlu gulu hænuna. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Myndasyrpa frá árshátíð Holtaskóla.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024