Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Fjör á árshátíð Heiðarskóla
Þriðjudagur 21. mars 2017 kl. 06:00

Fjör á árshátíð Heiðarskóla

Árshátíð Heiðarskóla fór fram í sal skólans síðasta föstudag og var henni skipt niður í þrjá hluta eftir aldursstigum. Yfirskrift árshátíðar Heiðarskóla í ár var tímavélin og var búið að hanna tímavél sem setti skemmtilegan svip á sviðið. Nemendur í 1. til 7. bekk flökkuðu um tímann í atriðum sínum sem voru í anda ákveðins áratugs. Atriðin voru blanda af tónlistar,- leik,- og dansatriðum.

Á árshátíð nemenda í 8. til 10.  bekk var söngleikurinn Vertu þú sjálfur frumsýndur en hann er byggður á kvikmyndinni Can´t Buy Me Love. Boðskapur söngleiksins er að vera maður sjálfur en ekki að reyna að vera eitthvað annað. Frumsýningin heppnaðist vel og skemmtu áhorfendur sér vel. Almennar sýningar á söngleiknum verða í kvöld, þriðjudagskvöld og á fimmtudagskvöld klukkan 20:00 í sal Heiðarskóla.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25