Fjör á árshátíð Grunnskóla Sandgerðis
Árshátíð Grunnskóla Sandgerðis fór fram sl. fimmtudag og heppnaðist hátíðin vel. Árshátíðinni var skipt í tvennt. Yngri bekkir skólans voru með skemmtiatriði, söng og dans fyrir foreldra og aðra gesti um daginn en þeir eldri voru með sitt um kvöldið.
Slegið var til dansleiks fyrir 8. til 10. bekk þar sem DJ Heiðar Austmann, útvarpsmaður FM957, fór á kostum. Þá tóku kennarar krakkanna sig til og sýndu krökkunum hvernig ætti að dansa og auðvitað voru krakkarnir ekki lengi að ná dansinum.
Fleiri myndir frá dansleiknum má finna á ljósmyndavef Víkurfrétta með því að smella hér.
VF-Myndir: Siggi Jóns
Kennarar sýna krökkunum dans sem nemendur voru ekki lengi að ná tökum á.