Fjör á árshátíð FS
Árshátíð Fjölbrautaskóla Suðurnesja var haldin sl. föstudag í Stapanum. Mikið var um dýrðir og skemmtu nemendur sér konunglega. „Það er ekki nóg með það að þetta var stæðsta ballið heldur var þetta líka eitt skemmtilegasta ball sem haldið hefur verið lengi og örugglega hafa ekki svona margir mætt í Stapann síðan á 2. í jólum ballinu 2002 þar sem Sálin spilaði“, segir á vef nemendaráðs skólans.
Myndir frá árshátíðinni, smellið hér!
Þeir sem áttu mikinn þátt í að ballið hafi verið frábært voru jú auðvitað sjálfir Paparnir, en þeir héldu dansgólfinu troðfullu allan tímann. Dagskráin fyrr um kvöldið var ekki heldur af verri endanum en það byrjaði með mexíkönsku og ítölsku hlaðborði sem bragðaðist alveg ljómandi vel. Pétur Jóhann (ding dong) hélt uppi glensi og gamani eftir hlaðborðið en auk Péturs stigu á stokk freestyle dansarar, leiklist 202, Skarfarnir, Grunna Laugin var sýnd og svo síðast en ekki síst var það Gunnlaugur kennari sem fékk allan salinn með sér í að flytja lagið "Áfram FS" og má með sanni segja að Gunnlaugur eigi góða framtíð fyrir sér í rappinu, segir einnig á vef nemendaráðsins.
Myndir frá árshátíðinni, smellið hér!
Þeir sem áttu mikinn þátt í að ballið hafi verið frábært voru jú auðvitað sjálfir Paparnir, en þeir héldu dansgólfinu troðfullu allan tímann. Dagskráin fyrr um kvöldið var ekki heldur af verri endanum en það byrjaði með mexíkönsku og ítölsku hlaðborði sem bragðaðist alveg ljómandi vel. Pétur Jóhann (ding dong) hélt uppi glensi og gamani eftir hlaðborðið en auk Péturs stigu á stokk freestyle dansarar, leiklist 202, Skarfarnir, Grunna Laugin var sýnd og svo síðast en ekki síst var það Gunnlaugur kennari sem fékk allan salinn með sér í að flytja lagið "Áfram FS" og má með sanni segja að Gunnlaugur eigi góða framtíð fyrir sér í rappinu, segir einnig á vef nemendaráðsins.