Fjölsóttur sunnudagaskóli
Sunnudagaskóli kirkjunnar nýtur ávallt vinsælda og er vel sóttur. Vetrarstarfið er hafið í sunnudagaskólunum á Suðurnesjum. Ljósmyndari Víkurfrétta heimsótti sunnudagaskólann í Keflavíkurkirkju í gærmorgun. Eins og sjá má á myndinni var fjölmennt og góðmennt, þar sem unga fólkið var í forgrunni og drakk í sig fróðleik og skemmtun.
VF-mynd: Hilmar Bragi
VF-mynd: Hilmar Bragi