Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölsóttur jólamarkaður í Kompunni
Föstudagur 1. desember 2017 kl. 09:31

Fjölsóttur jólamarkaður í Kompunni

Það var margt um manninn og mikið líf og fjör þegar hinn árlegi jólamarkaður Kompunnar opnaði og fjölmargir munir til sölu.
 
Að sögn Þorvarðs Guðmundssonar, forstöðumanns Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum, hefur þeim borist alls kyns jólavarningur allt þetta ár og eru Suðurnesjamenn duglegir að láta góðar vörur af hendi rakna sem Fjölsmiðjan selur svo áfram í Kompunni.
 
Þorvarður leggur áherslu á það að þeir sem bæði gefa muni til Kompunnar sem og versla þar eru að láta gott af sér leiða í þágu ungmennanna sem starfa í Fjölsmiðjunni. Að jafnaði eru um 20 nemar í Fjölsmiðjunni á aldrinum 16 til 24 ára sem vinna m.a. við afgreiðslu í Kompunni, verðmerkingar, á sendibíl og við brettasmíði svo fátt eitt sé talið.
 
Jólamarkaðurinn verður starfræktur fram að jólum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024