Fjölsóttar brennur um áramót - myndir
Áramótabrennur eru ennþá vinsæll samkomustaður um áramót. Brennur sem haldnar voru á Suðurnesjum á gamlárskvöld voru fjölsóttar og voru hundruð manna og kvenna samankomin við hverja þeirra.
Ljósmyndari Víkurfrétta var við brennuna í Garði sem var fjölsótt í flottu brennuveðri en vindátt var brennukóngum Björgunarsveitarinnar Ægis hliðholl. Boðið var upp á myndarlegan bálköst og flugeldasýningu í boði Sveitarfélagsins Garðs.
Myndir: Hilmar Bragi
Eldsneyti skvett á bálið.
Bálkösturinn var myndarlegur og flugeldasýningin flott.
Það borgar sig að klæða sig vel áður en farið er á brennu, þó svo hitinn frá brennunni geti yljað.