Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölskyldutónleikar og rússneskir konfektmolar
Sunnudagur 6. mars 2011 kl. 09:26

Fjölskyldutónleikar og rússneskir konfektmolar

Jóhann Smári Sævarsson heldur tónleika ásamt konu sinni, Jelenu Raschke í bíósal Duushúsa í dag, sunnudaginn 6. mars kl. 17:00. Móðir Jóhanns, Ragnheiður Skúladóttir mun leika undir á píanó. Jóhann er tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna sem rödd ársins en eins og margir vita er hann landsþekktur bassi. Jelena Raschke, kona hans, er sópran en hún er hálf rússnesk og hálf þýsk og fannst þeim þetta tilvalið verkefni.

„Okkur datt þetta í hug að vera með íslenska og rússneska tónlist á sömu tónleikunum útaf konunni,“ sagði Jóhann Smári í samtali við Víkurfréttir. „Við munum skipta þessu á milli okkar og syngjum eitthvað frá báðum þjóðernum.“

Tónlistin sem þau munu flytja er ekki af verri endanum. „Tónlistin frá Rússlandi er rómantísk og falleg. Sú íslenska er svo frá þekktum íslensku höfundum eins og Eyþóri Stefánssyni og bróður mínum, honum Sigurði Sævarssyni. Þarna má finna lög eins og Maríu vers en allir ættu að gera fundið eitthvað við sitt hæfi.“

Foreldrar Jelenu koma til landsins í vikunni og keyptu þau hundrað konfekt mola til að gefa með hverjum seldum miða svo allir fá rússneskt nammi við komu. „Ætli ég verði ekki að fara út í búð í vikunni til að kaupa Nóa Síríus súkkulaði til að jafna þetta út,“ sagði Jóhann.

Miðaverði er stillt í hóf og kostar miðinn 2.000 kr. en 1.500 kr. fyrir nemendur og eldriborgara.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024