Mannlíf

  • Fjölskylduskemmtun björgunarsveitarinnar í kvöld
  • Fjölskylduskemmtun björgunarsveitarinnar í kvöld
Sunnudagur 28. desember 2014 kl. 15:43

Fjölskylduskemmtun björgunarsveitarinnar í kvöld

Fjölskylduskemmtun Björgunarsveitarinnar Suðurnes verður haldin í kvöld, 28.desember, við björgunarsveitarhúsið að Holtsgötu 51 og hefst skemmtunin kl 20:00. Þessi hefð er órjúfanleg hjá sveitinni en undanfarin ár hefur sveitin verið með fjölskylduskemmtun í kringum flugeldasölu sem yfirleitt endar með flugeldasýningu.
 
Dagskráin þetta árið er heldur betur flott og ætlum við að fá til okkar góða gesti. Fjóla tröllastelpa mætir á svæðið ásamt því að jólasveinar ætla að vera á vappi með pokana sína. Hertexkórinn ætlar að stíga fyrstur á svið og syngja nokkur lög. Hljómsveitinn Klassart kemur svo og flytur okkur sína tóna. Síðast en ekki síst þá er það trúbadorarnir í Heiður sem ætla að flytja okkur tónlist en þeir koma svo til með að ræsa glæsilega flugeldasýningu sem fram fer í Grænásnum.
 
Það er því um að gera að festa á sig skóna og setja á sig húfu og mæta á fjölskylduskemmtun björgunarsveitarinnar og dansa í takt við tónlistina og njóta svo flugeldasýningar í lokin.
 
Að sjálfsögðu verður flugeldamarkaður sveitarinnar opinn og er hægt að gera góð kaup á flugeldum í leiðinni og skoða úrvalið vel. Við tökum vel á móti ykkur með heitu kaffi, kakói og piparkökum til að njóta á staðnum, segir í tilkynningu frá Björgunarsveitinni Suðurnes.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024