Fjölskylduskemmtun að Fitjum
Baptistakirkjan með ókeypis skemmtun á sunnudag.
Baptistakirkjan verður með barna- og fjölskylduskemmtun í húsnæði sínu á Fitjum 4, rétt hjá Bónus, á morgun sunndag. Á staðnum verða m.a. hoppukastali, tívolítæki, leikir og boðið verður upp á pylsur og fleira.
Baptistakirkjan er kristin kirkja en allir eru velkomnir, bæði til að njóta dagsins saman og/eða kynnast starfi kirkjunnar. Börn af Suðurnesjum hafa undanfarið verið í sumarbúðum í kirkjunni og verður hátíðin á sunnudag liður í uppskeru og viðurkenningu fyrir þau.
Ef veður verður gott verður stórt uppblásið víkingaskip á svæðinu við kirkjuna en annars verður það inni. Allt verður ókeypis og því mælir Patrick prestur eindregið með að Suðunesjamenn fjölmenni.