Fjölskyldusetur fyrirhugað að Skólavegi 1
Stuðningur við fjölskyldur í Reykjanesbæ
Hugmyndir eru á lofti um að setja á laggirnar Fjölskyldusetur að Skólavegi 1 í Reykjanesbæ. Þar er ætlunin að vera með ýmislegt sem styður við fjölskyldur í Reykjanesbæ, meðal annars námskeið af ýmsu tagi og samvinnu við fræðasamfélagið.
María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar hélt kynningu á Fjölskyldusetrinu, fræðasetri fjölskyldunnar í Reykjanesbæ á síðasta fundi barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar.
Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar tók hugmyndinni fagnandi og styður hana. Nefndin telur Fjölskyldusetrið góða viðbót við það sem fyrir er í bæjarfélaginu á þessu sviði. Einnig telur nefndin þetta vera jákvæða þróun á sviði velferðarmála í bæjarfélaginu.