Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Föstudagur 29. janúar 1999 kl. 21:34

FJÖLSKYLDUREIÐ OG ÞORRABLÓT HJÁ MÁNAFÓLKI

Hestamannafélagið Máni efndi til mikillar fjölskyldureiðar um síðustu helgi. Myndarlegur hópur fólks á öllum aldri tók fram hesta sína og var riðið fylktu liði frá hesthúsabyggðinni við Mánagrund og sem leið lá hestaslóðina fyrir ofan Keflavík. Við Húsasmiðjuna var snúið við og síðan haldið aftur til Mánagrundar. Þar var slegið upp miklu þorrablóti í reiðhöllinni sem margir nýttu sér, enda fara hestamennska og þorramatur saman - ekki satt? VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024