Fjölskylduleikritið Allt í plati í Frumleikhúsinu
Leikfélag Keflavíkur frumsýnir barna- og fjölskylduleikritið Allt í plati föstudaginn 26. Október nk. Höfundur og leikstjóri verksins er Þröstur Guðbjartsson sem áður hefur sett uppp verkin Stræti og Oliver Twist hjá félaginu.
Í þessu verki taka þátt unglingar frá 14 ára aldri en í verkinu koma fyrir persónur eins og Lína Langsokkur, Lilli klifurmús og Mikki refur úr Dýrunum úr Hálsaskógi, Ræningjarnir úr Kardemommubænum ásamt ljóninu þeirra og fleiri skemmtilegar verur úr hinum ýmsum ævintýrum. Mikill söngur, gleði og grín einkenna þetta leikrit og lögin ættu allir að þekkja.
Þegar blaðamaður kíkti við í Frumleikhúsinu voru leikarar að tínast á svið og stemmingin í hópnum var mjög góð. Ein leikkonan, Kristín Rán Júlíusdóttir, gaf sér örlítinn tíma í smá spjall en hún leikur þá skemmtilegu týpu Línu Langsokk . „Þetta er búið að vera eitt ævintýri frá upphafi, alveg ýkt gaman að taka þátt í þessu og kynnast öllu því skemmtilega fólki sem kemur að verkinu,“ sagði hún. „Þetta er frábær hópur og Dösti leikstjóri algjör perla og hefur kennt okkur ótrúlega mikið á æfingatímabilinu. Leikritið er líka svo skemmtilegt í alla staði og höfðar til allrar fjölskyldunnar,“ bætti Lína Langsokkur við og stökk syngjandi inn á svið. Það verður vissulega áhugavert að kíkja við í Frumleikhúsinu og sjá þessa hressu krakka leika Allt í plati.
Frumsýnt verður í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17, föstudaginn 26. október. Önnur sýning verður sunnudaginn 28. október. Nánar auglýst í næsta tölublaði Víkurfrétta.
Í þessu verki taka þátt unglingar frá 14 ára aldri en í verkinu koma fyrir persónur eins og Lína Langsokkur, Lilli klifurmús og Mikki refur úr Dýrunum úr Hálsaskógi, Ræningjarnir úr Kardemommubænum ásamt ljóninu þeirra og fleiri skemmtilegar verur úr hinum ýmsum ævintýrum. Mikill söngur, gleði og grín einkenna þetta leikrit og lögin ættu allir að þekkja.
Þegar blaðamaður kíkti við í Frumleikhúsinu voru leikarar að tínast á svið og stemmingin í hópnum var mjög góð. Ein leikkonan, Kristín Rán Júlíusdóttir, gaf sér örlítinn tíma í smá spjall en hún leikur þá skemmtilegu týpu Línu Langsokk . „Þetta er búið að vera eitt ævintýri frá upphafi, alveg ýkt gaman að taka þátt í þessu og kynnast öllu því skemmtilega fólki sem kemur að verkinu,“ sagði hún. „Þetta er frábær hópur og Dösti leikstjóri algjör perla og hefur kennt okkur ótrúlega mikið á æfingatímabilinu. Leikritið er líka svo skemmtilegt í alla staði og höfðar til allrar fjölskyldunnar,“ bætti Lína Langsokkur við og stökk syngjandi inn á svið. Það verður vissulega áhugavert að kíkja við í Frumleikhúsinu og sjá þessa hressu krakka leika Allt í plati.
Frumsýnt verður í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17, föstudaginn 26. október. Önnur sýning verður sunnudaginn 28. október. Nánar auglýst í næsta tölublaði Víkurfrétta.