Fjölskylduhátíð S-listans í dag
Samfylkingin í Reykjanesbæ heldur fjölskylduhátíð í dag 20 maí í kosningamiðstöðinni í Hólmgarði. Boðið verður upp á létta skemmtidagskrá fyrir unga og aldna milli kl. 15 og 17. Á dagskrá er meðal annars Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, lög úr Ávaxtakörfunni í flutningi nemenda Holtaskóla og Halla hrekkjusvín kemur í heimsókn. Grillaðar verða pylsur og dregið í sumarleik S-listans. Í verðlaun eru 20 flugdrekar og fótboltar.