Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjölskylduhátíð í Sandgerði í dag
Laugardagur 29. ágúst 2009 kl. 09:51

Fjölskylduhátíð í Sandgerði í dag


Það verður eflaust mikill hátíðarbragur í Sandgerði í dag þar sem Sandgerðisdagar standa yfir með þéttskipaðri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í dag verður  m.a. hverfakeppni í litbolta, markaðstjald, ýmsar uppákomur í Púlsinum, listasýningar, dorgveiðkeppni, Sandgerðistuddinn, Bjarni töframaðu kemur fram ásamt Lísa í Idol, Björgvini Franz og Dofra dverg svo nokkuð sé nefnt.  Þá mun hin landskunna hljómsveit Skítamórall mæta á svið.

Götu- og hverfagrill eru fastur liður í hátíðinni fyrir kvöldskemmtunina og lýkur með hverfagöngu að hátíðarsviðinu.  Um kvöldið skemmta Gunni og Felix, kveikt verður í varðeldi og harmonikkufélagið leikur fyrir gesti.  Hápunktur kvöldsins verður þegar Hobbitarnir úr Sandgerði spila fyrir bryggjuballi þar til dagskrá lýkur á hátíðarsviði með sprengjum og eldingum að hætti björgunarsveitarinnar Sigurvonar úr Sandgerði.  Eftir dagskrá á hátíðarsviði tekur við skemmtun á skemmtistöðum bæjarins, Mamma mía og Vitanum auk þess sem Skítamórall leikur fyrir dansi í Samkomuhúsinu.

Á morgun er hægt að fara í hvala- og höfrungaskoðun með Eldingunni, opið hús verður í Miðhúsum og nýr og betri Grunnskóli verður opinn fyrir gesti og gangandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt er að kynna sér dagskrána nánar hér.