Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölskyldufjör í Vogum á morgun
Föstudagur 8. ágúst 2008 kl. 16:40

Fjölskyldufjör í Vogum á morgun

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölskylduhátíð verður haldin í Vogunum laugardaginn 9. ágúst. Fjölbreytt dagskrá er í boði þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og áhersla lögð á virka þátttöku bæjarbúa.

Hátíðin hefst með dorgveiðikeppni kl. 09:30 og lýkur með glæsilegri flugeldasýningu á vegum Björgunarsveitarinnar Skyggnis kl. 23:30.

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun afhjúpa útilistaverk á Eyrarkotsbakka skammt frá Stóru-Vogaskóla og Vogatjörn kl. 13:30. Listaverkið er eftir Erling Jónsson listamann og er reist sem minnisvarði um sjómennsku og útgerð frá Vogum og Vatnsleysuströnd, en Vatnsleysuströndin var ein stærsta verstöð landsins á tímum árabátaútgerðar.

Frá kl. 14;00 til 17:00 verður fjölbreytt dagskrá í Aragerði þar sem m.a. verður boðið upp leiktæki, tónlist, plöntugreiningarkeppni, listflug, sölutjöld og sápufótbolta.

Um kvöldmatarleytið verður hverfagrill á þremur stöðum í Vogunum og upp úr kl. 20:00 sameinast síðan allir í Aragerði. Þar fara fram hverfaleikar, Karíus og Baktus kíkja við og Euróbandið, Uppsigling og G-plús munu sjá um tónlistina.

Nánari upplýsingar um dagskrána er hægt fá á heimasíðu Sveitarfélagsins Voga www.vogar.is