Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölskyldufjör í Duus Safnahúsum í vetrarfríinu
Föstudagur 19. október 2018 kl. 09:23

Fjölskyldufjör í Duus Safnahúsum í vetrarfríinu

Það er ástæðulaust að láta sér leiðast í vetrarfríi grunnskólanna. Tekið er vel á móti gestum í Duus Safnahúsum þar sem boðið er upp á skemmtilegan ratleik í Bátasal sem sniðinn er bæði að grunnskólabörnum og leikskólabörnum. Þá er hægt að búa til sniðug bókamerki í Bíósal í tengslum við sýninguna Endalaust, þar sem 20 íslenskir hönnuðir hafa gefið hlutum, sem annars væri hent, nýtt líf. Í smiðjunni er notast við alls kyns pappír sem af ýmsum ástæðum stóð til að henda og hann nýttur til að útbúa litrík og skemmtileg bókamerki.
 
Húsin eru opin alla daga kl. 12-17 og ókeypis aðgangur er í þessa viðburði.



Hefur þú séð Suðurnesjamagasín í þessari viku?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024