Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölskyldudagurinn í Vogum um helgina
Mánudagur 8. ágúst 2011 kl. 09:35

Fjölskyldudagurinn í Vogum um helgina

Hinn árlegi Fjölskyldudagur Sveitarfélagsins Voga verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 13. ágúst. Dagurinn verður stútfullur af skemmtilegri dagskrá sem teygir sig reyndar frá föstudegi yfir á sunnudag. Fjölskyldudagurinn er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og vini til að eiga góða samverustund og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Meðal skemmtikrafta sem koma fram í Vogunum eru: Ingó Vðurguð, Friðrik Ómar, Eyjólfur Kristjánsson, Jón Jónsson og þeir félagar Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir fjölskyldumeðlimir geta fundið eitthvað við sitt hæfi en dagskrána má nálgast með því að smella hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024