Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölskyldudagurinn í Vogum í dag
Laugardagur 14. ágúst 2010 kl. 12:30

Fjölskyldudagurinn í Vogum í dag


Í dag er hinn árlegi Fjölskyldudagur haldinn í Vogum. Allur dagurinn verður stútfullur af skemmtilegri dagskrá eins og venjulega en þetta er í þrettánda sinn sem þessi bæjarhátíð og fjökskylduskemmtun Vogabúa er haldin.
Á meðal dagskrárliða er hin sívinsæla fjölskyldudorgveiði, kassabílarallý, handverksmarkaður, sápufótbolti og fjársjóðsleit að ógleymdum miklum fjölda skemmtiatriða á hátíðarsviðinu í Aragerði þar sem dagskrá hefst kl. 14.
Um kvöldið verðar grillað í Aragerði, keppt í stígavélakasti og hinni göfugu íþrótt eiginkonuburði, svo fátt eitt sé nefnt af því sem verður á dagskrá.

Þéttskipaða dagskrá Fjölskyldudagsins er hægt að kynna sér nánar hér á heimasíðu sveitarfélagsins Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024