Fjölskyldudagurinn í Vogum á laugardaginn
Fjölskyldudagurinn í Vogum verður laugardaginn 8. ágúst. Allur dagurinn verður stútfullur af skemmtilegri dagskrá og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölskyldudagurinn er kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna til að eiga saman góða samverustund. Dagskráin verður betur kynnt þegar nær dregur en hér má sjá hluta af því sem verður í gangi:
Dorgveiðikeppni – Sápufótbolti – Ratleikur – Andlitsmálning – Kassabílarallý - Hljómsveitin Silfur -Paintball/Litbolti - Slökkviliðsbílar frá Brunavörnum Suðurnesja – Flugeldasýning - Sýning frá Kvik og leik – Sprengjugengið – Sölutjöld – Hverfagrill - Hara-systur ásamt Pínu pokastelpu - Kaffi og vöfflusala - Trúbadoradúettinn Heiður - Myndlistasýning frá Björginni -Leiktæki frá Hopp og Skopp - Lalli töframaður – Umhverfisverðlaun veitt - Vígsla Aragerðis eftir breytingar –Plöntugreiningarkeppni – Hverfaleikar - Söngkonurnar Ólöf og Elín - Þristurinn flýgur yfir – Vatnsbyssustríð – Handverksmarkaður – Listflugsýning
Dagskrá Fjölskyldudags í Vogum