Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 8. ágúst 2001 kl. 17:27

Fjölskyldudagur í Vogum á laugardag

Laugardaginn 11. ágúst er komið að hinum árlega Fjölskyldudegi hérna í Vogunum. Að venju verður margt í boði. Dorgveiðikeppni, hjólareiða-þrautabraut, kappleikir, leiktæki, andlitsmálun, kakó og kleinuveitingar ásamt annari veitingasölu á vegum skátanna. Við ætlum líka að grilla og dansa okkur til hita um kvöldið við lifandi tónlist. Á miðnætti mun björgunarsveitin ljúka dagskránni með rómantískri flugeldastemmingu.Leiktækin ásamt sölutjaldi verða á tjaldstæðinu en dorgveiðikeppnin verður á smábátabryggjunni og kappleikirnir í og við sundlaugina.
Annars er dagskráin eftirfarandi:


Kl 11 Dorgveiðikeppni

Kl 12 Hádegishlé

Kl 14 Leiktæki frá Sprell opna á tjaldstæði, andlitsmálun á sama stað

Kl 15 Kakó og kleinur hjá Kvennfélaginu Fjólu

Kl 16 Kappleikir í boði Lions

Kl 18 Leiktæki loka

Kl 19 Grillveisla í boði hreppsins , Pylsur og kók

Kl 20 Dansleikur

Kl 23:59 Flugeldasýning í umsjón björgunarsveitarinnar Skyggnis.


Björgunarsveitin Skyggnir, Kvennfélagið Fjóla, Skátadeildin Vogabúar, Lionsklubburinn Keilir, Vatnsleysustrandarhreppur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024