Fjölskyldudagur í Njarðvíkurskóla
Föstudaginn 20. janúar buðu nemendur Njarðvíkurskóla afa og ömmu eða einhverjum úr fjölskyldu sinni í heimsókn í skólann. Þetta hefur verið árviss atburður í skólanum og afar og ömmur ávallt brugðist vel við og flykkst í skólann til að heimsækja börnin á vinnustað þeirra.
Gestirnir komu klukkan 10 og var stutt dagskrá á sal skólans fyrir þá. Nokkrir nemendur spiluðu á klarinett Nú er frost á Fróni og gestirnir sungu með. Minni karla og kvennavar einnig sungið og nemandi úr 7. bekk las frásögn um þorrann þar sem sérstaklega var sagt frá siðum og venjum sem tengjast bóndadegi, fyrsta degi þorra, og þorraþræl síðasta degi þorra. Að lokum sungu nemendur í 2. bekk krummasöngva fyrir gestina.
Eftir dagskrána á sal fóru gestir í heimsókn í kennslustofur til nemenda. Á göngum skólans var boðið upp á þorramat sem verslunin Samkaup gaf skólanum í tilefni dagsins og kunnu gestirnir vel að meta kræsingarnar.
Það var ánægjulegt að sjá fjölskyldur nemenda bregðast svona vel við og sýna starfi skólans áhuga. Starfsfólk og nemendur skólans þakka gestunum komuna og Samkaupum fyrir rausnarlega gjöf.
Gestirnir komu klukkan 10 og var stutt dagskrá á sal skólans fyrir þá. Nokkrir nemendur spiluðu á klarinett Nú er frost á Fróni og gestirnir sungu með. Minni karla og kvennavar einnig sungið og nemandi úr 7. bekk las frásögn um þorrann þar sem sérstaklega var sagt frá siðum og venjum sem tengjast bóndadegi, fyrsta degi þorra, og þorraþræl síðasta degi þorra. Að lokum sungu nemendur í 2. bekk krummasöngva fyrir gestina.
Eftir dagskrána á sal fóru gestir í heimsókn í kennslustofur til nemenda. Á göngum skólans var boðið upp á þorramat sem verslunin Samkaup gaf skólanum í tilefni dagsins og kunnu gestirnir vel að meta kræsingarnar.
Það var ánægjulegt að sjá fjölskyldur nemenda bregðast svona vel við og sýna starfi skólans áhuga. Starfsfólk og nemendur skólans þakka gestunum komuna og Samkaupum fyrir rausnarlega gjöf.