Fjölskyldudagur Framsóknarmanna
Framsóknarflokkurinn heldur sérstakan fjölskyldudag í dag um allt land. Fjölskyldudagurinn í Reykjanesbæ hefst klukkan 14:00 við Framsóknarhúsið að Hafnargötu 62 og stendur til klukkan 17:00. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Hjálmar Árnason alþingismaður ávarpa gesti og kynnar eru þau Helga Sigrún Harðardóttir og Kjartan Már Kjartansson. Magnús Kjartansson tónlistarmaður tekur nokkur lög ásamt fleirum og Jóhannes Kristjánsson eftirherma mætir á svæðið. Keppt verður í „Streetball“ körfubolta þar sem þrír verða í liði, en aðalvinningur körfuboltakeppninnar eru farmiðar fyrir þrjá með Iceland Express til London. Flottustu mótorhjól landsins verða sýnd og Hjálmar Árnason mun mæta á vetnisbílnum í Reykjanesbæ. Börnin fá grillaðar pylsur og gos, auk þess sem öll börn fá græna frostpinna. Á staðnum verður hoppukastali og andlitsmálun fyrir börnin.