Fjölskyldan saman í sund
Bryddað hefur verið upp á þeirri nýbreytni í Sundmiðstöð Keflavíkur að bjóða fjölskyldukort í sund í sumar.
Fjölskyldukortið gildir fyrir alla fjölskylduna og er það geymt í sundmiðstöðinni. Kortið gildir frá 20. maí til 1. september og kostar einungis kr. 4.000. Þess má geta að 30 tíma kort í sund kostar kr. 4.800. Verð fyrir börn í sund (6 ára og eldri) er kr. 110 en 220 fyrir fullorðna. Fjölskyldukortið verður því fljótt að borga sig upp.
Markmið fjölskyldukortsins er tvíþætt: Annars vegar að hvetja til samveru fjölskyldunnar í sumar og hins vegar að hvetja íbúa til þess að nota sundlaug bæjarins og þá þjónustu sem hún hefur upp á að bjóða.
Kortið verður selt til reynslu í sumar en framhald ræðst af viðtökum bæjarbúa.
Opið:
Virka daga 6:45 - 21:00
Laugardaga 8:00 - 17:00
Sunnudaga 9:00 - 16:00
Fjölskyldukortið gildir fyrir alla fjölskylduna og er það geymt í sundmiðstöðinni. Kortið gildir frá 20. maí til 1. september og kostar einungis kr. 4.000. Þess má geta að 30 tíma kort í sund kostar kr. 4.800. Verð fyrir börn í sund (6 ára og eldri) er kr. 110 en 220 fyrir fullorðna. Fjölskyldukortið verður því fljótt að borga sig upp.
Markmið fjölskyldukortsins er tvíþætt: Annars vegar að hvetja til samveru fjölskyldunnar í sumar og hins vegar að hvetja íbúa til þess að nota sundlaug bæjarins og þá þjónustu sem hún hefur upp á að bjóða.
Kortið verður selt til reynslu í sumar en framhald ræðst af viðtökum bæjarbúa.
Opið:
Virka daga 6:45 - 21:00
Laugardaga 8:00 - 17:00
Sunnudaga 9:00 - 16:00