Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölskyldan í kreppu?
Miðvikudagur 12. nóvember 2008 kl. 15:18

Fjölskyldan í kreppu?

-Fyrirlestraröð í Garði og Sandgerði fyrir fjölskyldur og einstaklinga á erfiðum tímum.

Næstkomandi fimmtudagskvöld verður þriðji fyrirlesturinn haldinn sem kirkjan í Garði og Sandgerði heldur í samvinnu við Sveitarfélagið Garð, Sandgerðisbæ og MSS. Þar sem tekin eru fyrir brýn mál er tengjast fjölskyldum og einstaklingum á erfiðum tímum í íslensku samfélagi.


Erindin fjalla um fjármál, hvernig hægt er að drýgja matinn, um samskiptin á heimlinu og hvernig við getum styrkt og hlúð að hverju öðru á erfiðum tímum.
Næsti fyrirlestur verður fimmtudaginn 13. nóvember kl. 20 í safnaðarheimilinu í Sandgerði, þá mun Hafliði Kristinssin hjóna- og fjölskylduráðgjafi flytja fyrirlestur er ber yfirskriftina „Fjölskyldan í kreppu?“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í fyrirlestrinum mun Hafliði velta upp áleitnum spurningum:


Hver eru algeng viðbrögð á álagstímum?


Hvernig tökumst við á við miklar breytingar?


Hvaða áhrif hefur álag á samskipti innan fjölskyldunnar?


Hvaða kosti höfum við og getur þetta orðið okkur til góðs á einhvern hátt?


Fyrirlestrarnir verða haldnir til skiptis í Garði og Sandgerði. Hver fyrirlestur hefst á stuttri helgistund. Boðið verður upp á kaffi og umræður eftir hvern fyrirlestur.


Fyrirlestrarnir eru öllum opnir að kostnaðarlausu.