Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjölskyldan fagnar jólum á gamlársdag
Þriðjudagur 29. desember 2015 kl. 19:00

Fjölskyldan fagnar jólum á gamlársdag

Jólin að hætti Úkraínumanna

Jólahefðirnar eru æði misjafnar hér á landi. Fólk sem hefur flust hingað erlendis frá kemur með sínar eigin hefðir og fagnar jólunum með ýmsum hætti. Víkurfréttir heyrðu í ungu fólki á Suðurnesjum sem heldur upp á jól með aðeins öðruvísi sniði.

Olena Stetsii er 16 ára stúlka sem fæddist og ólst upp í Úkraínu. Hún er oftast kölluð Lena. Hún fluttist til Reykjanesbæjar árið 2013. Í Úkraínu er jólum ekki fagnað. Helstu hátíðarhöldin þar í landi eru um áramótin. Þá sest fjölskyldan til borðs klukkan 23:00 þann 31. desember og borðar saman. Á boðstólnum er kjúklingur, sérstakt salat sem kallast Oliver salat og aspic súpa (sem er fryst súpa með kjöti).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Á miðnætti fagna allir með því að drekka kampavín og óska sér einhvers þegar klukkan slær tólf. Ég bíð alltaf spennt eftir flugeldunum því þeir eru mjög fallegir. Í Úkraínu skreytum við jólatréð dagana 28.-30. desember en það er ekki mikið af húsum sem eru skreytt. Við setjum líka mikið af nammi á jólatréð okkar. Núna fögnum við íslenskum jólum og höldum svo úkraínsk áramót. Við gefum þó bara gjafir um jólin. Það besta við íslensku jólin eru 13 jólasveinar af því að þá fæ ég fleiri gjafir en ég fékk í Úkraínu. Þegar ég var í grunnskóla þá var líka gaman að syngja jólalög í matsalnum með öðrum nemendum,“ segir Lena.