Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjölskylda í ævintýraferð á eins hreyfils flugvél yfir Atlantshafið
Miðvikudagur 4. júlí 2007 kl. 18:02

Fjölskylda í ævintýraferð á eins hreyfils flugvél yfir Atlantshafið

Einkaflugvélar af öllum stærðum og gerðum leggja jafnan leið sína um Keflavíkurflugvöll. Stærstu breiðþotur, litlar einkaþotur og allt niður í eins hreyfils smáflugvélar flytja auðjöfra, þjóðarleiðtoga og kaupsýslumenn yfir hafið og ekki liggur öllum jafn mikið á.

K. Romi Singh er bandarískur hugbúnaðarsérfræðingur og fyrrum atvinnuflugmaður sem sérhæfir sig í gerð hermilíkana fyrir flugvelli og ferðast mikið í viðskiptaerindum á flugvél fyrirtækisins sem aðsetur hefur í Point Roberts í Washington-ríki. Slíkt væri ekki í frásögu færandi nema vegna þess að farkosturinn er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna T-206H og með honum í för er kona hans Xianobo, sonurinn Tai-Long sjö ára, og dóttirin Nu-Nu tíu ára.

Singh fjölskyldan hafði viðdvöl í Keflavík um síðustu helgi á leið sinni til Evrópu og Norður-Afríku í viðskipta- og skemmtiferð og heimsóttu Reykjavík og ferðuðust um Suðurnes. Frá Keflavík var förinni heitið til Bretlands og annarra Evrópulanda, Istanbúl í Tyrklandi og þaðan vestur um Norður-Afríku til Casablanca áður en haldið verður aftur heim á leið til vesturstrandar Bandaríkjanna um Bretland, Ísland, Grænland og Kanada. Áætlað er að á aftur á Íslandi að þremur vikum liðnum.

Þótt þröngt sé í farkostinum er hann mjög vel búinn til flugsins og fjölskyldan gefur sér góðan tíma á milli áfanga á þessari ævintýraferð.

Þessi grein og meðfylgjandi mynd eru tekin af vefsíðu Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. www.kefairport.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024