Fjölmennur fundur áhugamanna um hljómsveitaaðstöðu
Áhugahópur ungs fólks um bætta aðstöðu til handa hljómsveitum í Reykjanesbæ kom saman á fjölmennum fundi í 88-húsinu í gær. En mikil vöntun er á slíkri aðstöðu fyrir hljómsveitirnar. Margar hljómsveitir hafa haft samband við starfsfólk 88 Hússins og óskað eftir liðsinni og því þótti upplagt að kalla allar hljómsveitirnar saman á fund. Fundurinn samþykkti ályktun sem send verður bæjaryfirvöldum ásamt undirskriftarlista: Ályktunin er sem hér segir:
Reykjanesbæ 7. apríl 2005
Hópur áhugafólks kom saman í 88 Húsinu fimmtudaginn 7.apríl s.l. Á fundinum kom fram mikill áhugi fyrir því að kanna möguleika á því að bæjaryfirvöld aðstoði okkur við að útvega okkur æfinga hljómsveitahúsnæði. Við undirritaðir erum tilbúin til þess að greiða sanngjarna leigu t.d. 5.000 krónur á hljómsveit p.r. mánuð.
Ályktuninni ásamt undirskriftalista mun verða afhent bæjaryfirvöldum á næstunni.
Reykjanesbæ 7. apríl 2005
Hópur áhugafólks kom saman í 88 Húsinu fimmtudaginn 7.apríl s.l. Á fundinum kom fram mikill áhugi fyrir því að kanna möguleika á því að bæjaryfirvöld aðstoði okkur við að útvega okkur æfinga hljómsveitahúsnæði. Við undirritaðir erum tilbúin til þess að greiða sanngjarna leigu t.d. 5.000 krónur á hljómsveit p.r. mánuð.
Ályktuninni ásamt undirskriftalista mun verða afhent bæjaryfirvöldum á næstunni.