Fjölmenntu á áramótabrennur - myndir
Suðurnesjamenn fjölmenntu á áramótabrennur á gamlárskvöld en myndarlegir bálkestið höfðu verið hlaðnir víða um Suðurnes.
Í Garðinum er áramótabrennan í umsjón Björgunarsveitarinnar Ægis. Þar var risastór haugur af sérvöldu brennuefni, því það er af sem áður var að hvað sem er mætti fara á áramótabrennuna.
Brennan í Garði fuðraði upp á skömmum tíma, enda að mestu hlaðin úr skemmdum vörubrettum og loftaði vel um hana, því í Garði blása ferskir vindar og sjaldan logn.
Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, var við brennuna í Garði og tók meðfylgjandi ljósmyndir.
Brennan í Garði var myndarlegur bálköstur, hlaðinn úr gömlum vörubrettum.