Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 7. desember 2001 kl. 22:46

Fjölmennt jólahlaðborð Reykjanesbæjar í kvöld

Nú stendur yfir fjölmennt jólahlaðborð Reykjanesbæjar í íþróttahúsi Keflavíkur. Veislan er sú fjölmennasta sem haldin er á Suðurnesjum fyrir þessi jól og rúmaðist hópurinn ekki inni á veitingahúsum bæjarins og því íþróttahúsið eini kosturinn.Veitingamenn Stapans sjá um veisluföng en við upphaf borðhalds í kvöld tilkynnti Ellert Eiríksson bæjarstjóri að möndlugjöf kvöldsins væri tveggja daga frí frá störfum á fullum launum. Þrjár möndlugjafir voru í boði í kvöld.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi Bárðarson í íþróttahúsi Keflavíkur í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024